Innlent

Aðalheiður verður fréttastjóri Fréttablaðsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Aðalheiður hefur starfað hjá Fréttablaðinu síðan 2017.
Aðalheiður hefur starfað hjá Fréttablaðinu síðan 2017. Vísir/Sigurjón

Aðalheiður Ámundadóttir hefur verið ráðin í starf fréttastjóra á sameinaðri ritstjórn blaða- og vefútgáfu Fréttablaðsins. Þetta kemur fram á vef blaðsins.

Aðalheiður er þar með orðin þriðji fréttastjóri á ritstjórninni, og slæst hún í hóp með Ara Brynjólfssyni og Garðari Erni Úlfarssyni fréttastjórum.

Aðalheiður er menntuð sem lögfræðingur. Hún hefur starfað hjá Fréttablaðinu frá árinu 2017. Árið 2018 hlaut hún blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun sína um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.