Innlent

Samninga­nefndir flug­freyja og Icelandair funda

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir deiluna flókna og þunga.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir deiluna flókna og þunga. Vísir/Vilhelm

Fundur samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kjaradeilan sé næði mjög flókin og þung.

„Við áttum góðan fund á föstudaginn og sátum þá við mun lengur en áætlað hafði verið. Ágreiningsefnunum hefur fækkað og við höldum vonglöð inn í fundinn núna. Við höfum greint þetta í um það bil fimmtíu ágreiningsefni og samninganefndirnar hafa farið yfir þessi atriði og greint mjög ítarlega en þetta er ekki einfalt,“ segir Aðalsteinn.

Fyrir fundinn á föstudaginn hafði lítið gerst í viðræðunum frá því að Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×