Eggert Gunnþór Jónsson skoraði fyrra mark SönderjyskE í mikilvægum 2-1 útisigri á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Liðin eru ásamt OB og Lyngby í riðli þar sem tvö efstu liðin komast í umspil um Evrópudeildarsæti en neðri tvö liðin fara í umspil um að forðast fall. OBV er með 36 stig en SönderjyskE og Lyngby 33 hvort og Silkeborg aðeins 20.
Vi vinder 2-1 i Silkeborg på to mål efter pausen . Udligning af Eggert Jonsson og en forløsende straffesparksscoring af AK kort før tid - her set fra bænken . #sldk #sifsje pic.twitter.com/rAp3zCILfA
— SønderjyskE Fodbold (@SEfodbold) June 21, 2020
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn þriðja leik í sænsku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á og spilaði síðasta hálftímann í 3-0 sigri Norrköping á Djurgården. Norrköping byrjar tímabilið vel og er eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Arnór Ingvi Traustason var í liði Malmö sem gerði 2-2 jafntefli við Varberg. Honum var skipt af velli á 68. mínútu, þegar staðan var 1-1, en Malmö lék manni færra frá 37. mínútu eftir að Anders Christiansen fékk að líta rauða spjaldið. Malmö hefur unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum, og gert tvö jafntefli.