Innlent

Gular við­varanir á sunnan­verðu landinu

Sylvía Hall skrifar
Gul viðvörun er í gildi á sunnanverðu landinu.
Gul viðvörun er í gildi á sunnanverðu landinu. Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi á suður- og suðausturlandi vegna hvassviðris og eru vegfarendur á ökutækjum sem geta verið viðkvæm fyrir vindi beðnir um að fara varlega. Hiti getur náð allt að tuttugu stigum í bjartviðri og segir í hugleiðingum veðurfræðings að kjöraðstæður séu fyrir útiveru, sérstaklega á skjólgóðum stað.

Í kvöld er spáð rigningu, fyrst sunnantil en líklega verður einhver væta í flestum landshlutum. Á morgun er spáð skúrum í suðaustlægum áttum en ekki er útlit fyrir jafn góðan hita og í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 8-13 m/s, en hægari norðvestantil. Rigning eða skúrir, en bjart með köflum á A-landi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 5-13. Áfram rigning eða skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Vestlæg átt 5-10 og skúrir, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austanlands.

Á föstudag:

Vaxandi austlæg átt og skýjað en úrkomulítið. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag:

Útlit fyrir stífa norðaustanátt með vætu um allt land. Heldur kólnandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.