Innlent

Óskráðir skipverjar skútu ekki skikkaðir í skimun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. LHG

Fyrsta erlenda skútan sem kemur til landsins eftir að skimun fyrir kórónuveirunni hófst á landamærunum síðastliðinn mánudag lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Tvö voru um borð en ekki var talin þörf á að skima þau eða skikka í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Skútan kom upp á kerfum gæslunnar í morgun. Þá höfðu skipverjarnir um borð ekki skráð upplýsingar um sig og sent til Landhelgisgæslunnar eins og lög kveða á um. Eftir nokkrar tilraunir náðu varðstjórar stjórnstöðvar gæslunnar þó fjarskiptasambandi við skútuna.

„Um borð reyndust vera tveir sænskir eldri borgarar að sem höfðu lagt af stað frá Svíþjóð 3. júní. Landhelgisgæslan gerði þeim grein fyrir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru og kom málinu til heilbrigðisyfirvalda og tollgæslunnar í Vestmannaeyjum,“ segir í tilkynningunni.

Þá var ekki talin þörf á að skima fólkið fyrir kórónuveirunni eða senda það í sóttkví, þar sem það hafði verið í 16 daga einangrun á sjó fyrir komuna til landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×