Innlent

Hnarreistur humar við Hafið bláa

Andri Eysteinsson skrifar
Humarinn stendur glæsilegur við veitingastaðinn Hafið bláa.
Humarinn stendur glæsilegur við veitingastaðinn Hafið bláa. Aðsend

Nú má sjá sex metra langan og mannhæðarháan humar, gerðan úr trefjaplasti, við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi en humarinn var afhjúpaður með nokkurri viðhöfn í gær, á þjóðhátíðardaginn sjálfan.

Listamaðurinn, sem hannaði og smíðaði humarinn, er Kjartan B. Sigurðsson sjómaður búsettur í Þorlákshöfn en hann segir í samtali við Vísi að talsverð vinna hafi farið í gerð listaverksins.

„Það voru þau Hannes og Tóta [Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir eigendur Hafsins bláa] sem vildu fá humar við veitingastaðinn. Ég hafði nægan tíma svo ég fór í verkið,“ sagði Kjartan.

Fréttavefurinn Sunnlenska hefur eftir Ólafi Hannessyni, syni Hannesar og Þórhildar að verkinu sé ekki síst ætlað að heiðra sjómenn. Fjölskylda hans, kennd við Hraun í Ölfusi, voni þó að almenningur muni njóta verksins.

Listaverkið var afhjúpaði með nokkurri viðhöfn á þjóðhátíðardaginn. „Sveitarstjórninni var boðið en það voru þau Hannes og Tóta sem sáu um það, ég flaut bara með,“ sagði listamaðurinn hógvær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×