Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 14:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir framkvæmdina ganga vel fyrir sig. Hnökrar væru þó enn að koma upp og helstu vandræðin væru upplýsingagjöf til einstaklinga varðandi niðurstöður úr sýnatökum. Alma D. Möller landlæknir sagði dæmi um að niðurstöður hefðu ekki komist til skila með SMS skilaboðum. Því væri öruggast að sækja appið þar sem væri einnig hægt að fá samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall. Alma D. Möller landlæknir.Lögreglan Aukning hefur orðið í notendum appsins og segir Alma það benda til þess að ferðamenn séu að nýta sér það. Notendum fjölgar um nokkur hundruð milli daga en þann 15. júní síðastliðinn voru um 143.300 notendur. Þá er áætlað að gera upp skimunina eftir tvær vikur og útfæra framhaldið nánar. Að sögn Þórólfs verður það þó gert fyrr ef eitthvað óvænt kemur upp. Hann segir þó skimunina mikilvægt tæki til þess að hafa betri yfirsýn yfir faraldurinn og þær upplýsingar sem safnast við hana séu mikilvægar. Frá því að skimun hófst á mánudag hafa tæplega þrjú þúsund komið til landsins. Af þeim hafa sýni verið tekin frá 2.400 og hafa sex greinst með veiruna. Tveir eru taldir vera smitandi og eru því í einangrun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00. 18. júní 2020 13:40 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Gengur ekki að fólk sé að faðmast Fólk sem kemur til landsins þarf að fara varlega þar til það fær niðurstöður úr skimun. 16. júní 2020 14:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir framkvæmdina ganga vel fyrir sig. Hnökrar væru þó enn að koma upp og helstu vandræðin væru upplýsingagjöf til einstaklinga varðandi niðurstöður úr sýnatökum. Alma D. Möller landlæknir sagði dæmi um að niðurstöður hefðu ekki komist til skila með SMS skilaboðum. Því væri öruggast að sækja appið þar sem væri einnig hægt að fá samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall. Alma D. Möller landlæknir.Lögreglan Aukning hefur orðið í notendum appsins og segir Alma það benda til þess að ferðamenn séu að nýta sér það. Notendum fjölgar um nokkur hundruð milli daga en þann 15. júní síðastliðinn voru um 143.300 notendur. Þá er áætlað að gera upp skimunina eftir tvær vikur og útfæra framhaldið nánar. Að sögn Þórólfs verður það þó gert fyrr ef eitthvað óvænt kemur upp. Hann segir þó skimunina mikilvægt tæki til þess að hafa betri yfirsýn yfir faraldurinn og þær upplýsingar sem safnast við hana séu mikilvægar. Frá því að skimun hófst á mánudag hafa tæplega þrjú þúsund komið til landsins. Af þeim hafa sýni verið tekin frá 2.400 og hafa sex greinst með veiruna. Tveir eru taldir vera smitandi og eru því í einangrun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00. 18. júní 2020 13:40 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Gengur ekki að fólk sé að faðmast Fólk sem kemur til landsins þarf að fara varlega þar til það fær niðurstöður úr skimun. 16. júní 2020 14:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00. 18. júní 2020 13:40
Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34
Gengur ekki að fólk sé að faðmast Fólk sem kemur til landsins þarf að fara varlega þar til það fær niðurstöður úr skimun. 16. júní 2020 14:22