Innlent

Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar

Sylvía Hall skrifar
Frá skimun fyrir kórónuveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi.
Frá skimun fyrir kórónuveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/Villi

Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi og fækkar þeim um þrjú. Eitt smit greindist milli daga og greindist það við landamæraskimun.

Samkvæmt tölum á vef covid.is eru 533 í sóttkví og fækkar þeim um 76 milli daga. Sjö hundruð sýni voru tekin.

22.030 hafa lokið sóttkví og 1.801 hefur náð bata. 1.816 smit hafa verið staðfest hér á landi frá því að faraldurinn hófst en tíu hafa látist.

Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar.


Tengdar fréttir

Telur að fleiri veikist á næstu vikum og mánuðum

Mjög óhugnanlegt væri að lenda aftur í sömu stöðu og í mars og apríl, þegar sem flestir voru veikir af veirunni á Íslandi, en heilbrigðisstarfsfólk sé undirbúið undir seinni bylgjuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×