Innlent

Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar

Sylvía Hall skrifar
Frá skimun fyrir kórónuveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi.
Frá skimun fyrir kórónuveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/Villi

Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi og fækkar þeim um þrjú. Eitt smit greindist milli daga og greindist það við landamæraskimun.

Samkvæmt tölum á vef covid.is eru 533 í sóttkví og fækkar þeim um 76 milli daga. Sjö hundruð sýni voru tekin.

22.030 hafa lokið sóttkví og 1.801 hefur náð bata. 1.816 smit hafa verið staðfest hér á landi frá því að faraldurinn hófst en tíu hafa látist.

Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar.


Tengdar fréttir

Telur að fleiri veikist á næstu vikum og mánuðum

Mjög óhugnanlegt væri að lenda aftur í sömu stöðu og í mars og apríl, þegar sem flestir voru veikir af veirunni á Íslandi, en heilbrigðisstarfsfólk sé undirbúið undir seinni bylgjuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.