Innlent

Svona var 77. upp­lýsinga­fundur al­manna­varna

Sylvía Hall skrifar
Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Katrínartúni 2.

Á fundinum í dag verða þau Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fjallað verður um stöðu mála varðandi opnun landamæra. 

Eitt smit greindist síðastliðinn sólarhring við landamæraskimun. Virk smit hér á landi eru því fimm og fækkar þeim um þrjú milli sólarhringa.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Þá verður beint textalýsing frá fundinum hér að neðan. 

Uppfært: Hér að neðan má sjá fundinn í heild sinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.