Viðskipti innlent

Einn mögu­leikinn að loka ál­verinu í tvö ár

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Álverið í Straumsvík var formlega opnað árið 1970.
Álverið í Straumsvík var formlega opnað árið 1970. vísir/vilhelm

Rio Tinto skoðar nú þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár til að draga úr tapi af rekstri þess.

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins, sem greinir frá málinu í dag. Fram kemur í blaðinu að nú sé leitað allra leiða til að stemma stigu við taprekstri Rio Tinto, sem gengið hefur brösulega síðustu ár.

Með lokun álversins séu vonir bundnar við að Rio Tinto geti staðið af sér óhagstæða stöðu á alþjóðlegum álmörkuðum.

Þá herma heimildir Morgunblaðsins einnig að lögfræðingar Rio Tinto undirbúi málaferli gegn Landsvirkjun, með það fyrir augum að losna undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir.

Álverið í Straumsvík tapaði tæpum 13 milljörðum í fyrra. Þar áður hafði það verið rekið með tapi í sjö ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×