Innlent

Undir­búningur verk­falls­að­gerða hafinn hjá starfs­fólki ál­versins í Straums­vík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsfólk í álverinu í Straumsvík mun ganga til atkvæðagreiðslu um hvort boða skuli til verkfallsaðgerða dagana 10.-13. mars næstkomandi.
Starfsfólk í álverinu í Straumsvík mun ganga til atkvæðagreiðslu um hvort boða skuli til verkfallsaðgerða dagana 10.-13. mars næstkomandi. vísir/vilhelm

Forsvarsmenn verkalýðsélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík sendi frá sér tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað. Þá kemur fram að ekki hafi fengist samþykki frá hluthafa Rio Tinto á Íslandi hf. til að ljúka undirritun nýs kjarasamnings.

Stéttarfélögin hafa því ákveðið að hafna tilboði Rio Tinto á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu án nýs kjarasamnings.

„Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík, vilja sem fyrr ljúka undirritun nýs kjarasamnings sem aðilar deilunnar hafa komið sér saman um, en ekki hefur fengist samþykki fyrir frá hluthafa Rio Tinto á Íslandi hf.,“ segir í tilkynningunni.

Undirbúningur atkvæðagreiðslu félagsmanna um boðun verkfallsaðgerða er þegar hafinn. Þetta var niðurstaða formanna og samningsnefnda félaganna og var niðurstaða stéttarfélaganna kynnt viðsemjendum á fundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun.

Fyrirhugað er að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram 10. til 13. Mars næstkomandi.

Þá segir í tilkynningunni að verði niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna að boðað skuli til verkfallsaðgerða verði verkföll boðuð eins fljótt og hægt er þegar niðurstaða liggur fyrir.

„Það er sem fyrr von stéttarfélaganna að aðilar undirriti hinn nýja kjarasamning áður en til verkfallsaðgerða kemur.“


Tengdar fréttir

Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×