Innlent

Bein útsending: Líðan íslenskra ungmenna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ungmenni að störfum.
Ungmenni að störfum. Vísir/Vilhelm

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og deildarforseti við sálfræðideild HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu, fjallar nú klukkan 12 um líðan íslenskra ungmenna í fyrirlestri í HR sem streymt verður beint hér neðst í fréttinni.

Bryndís fjallar um málið í ljósi niðurstaðna úr nýjustu Ungt fólk rannsókninni sem var lögð fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla nýverið. Hún mun í stuttu máli fara yfir þróun á einkennum þunglyndis og kvíða meðal ungmenna sem og hamingju þeirra og lífsánægju. 

Þá mun hún fjalla um félagslega áhrifaþætti geðheilsu og samspil þeirra við breytingar á líðan á undanförnum árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×