Fótbolti

Fátt um fína drætti hjá Íslendingaliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni á síðustu leiktíð.
Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni á síðustu leiktíð. vísir/getty

Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni á Norðurlöndunum í kvöld en Íslendingarnir létu lítið að sér kveða.

Aron Jóhannsson spilaði fyrri hálfleikinn er Hammarby gerði 2-2 jafntefli við Elfsborg á heimavelli en staðan var 1-0 fyrir Elfsborg er Aroni var skipt af velli.

Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í hálfleik er AIK steiná fyrir Norrköping, 4-1. Staðan var 4-0 í hálfleik. Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði síðasta hálftímann hjá Norrköping.

Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start sem gerði 2-2 jafntefli við Strømsgodset í Noregi. Ari Leifsson spilaði allan leikin í vörn Strømsgodset en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem varamaður er AGF vann 2-1 sigur á Nordsjælland á heimavelli. AGF er í 3. sæti deildarinnar, með átta stiga forskot á Bröndby, sem er í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×