Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira