Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:15 Sáttur hópur eftir vel heppnaðan leiðangur yfir Vatnajökul til styrktar góðum málefnum. Vísir/Vilhelm Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vilborg Arna Gissurardóttir, pól- og Everestfari og annar leiðangursstjóra ferðarinnar, á afmæli í dag og var því auðvitað sungið hátt fyrir hana á vellinum. Hópurinn var þakklátur fyrir að vera kominn heim og ætla þær að hittast aftur seinna í dag, borða góðan mat og halda upp á að þessum stóra áfanga er lokið. „Ég held að þetta sé ein besta ferð sem ég hef farið í nokkurn tímann,“ sagði Vilborg Arna á Reykjavíkurflugvelli. „Það var eitthvað svo sérstök stemning. Markmið hópsins var svo skýrt, það var ekki hver og ein að koma á sínum persónulegu forsendum að ná sínum persónulegu markmiðum, heldur voru allir að koma inn í þetta verkefni saman. Það var enginn stærri en verkefnið sjá og það er svo fallegt. Allur hópurinn var í takt, það var mjög mikil samkennd og allar voru að hjálpast að. Það var bara alveg ótrúleg stemning.“ Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Afmælisbarnið Vilborg Arna var auðvitað með blöðrur.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að það sem hafi staðið upp úr í þessari ferð hafi verið hópurinn sjálfur, að fá að vera hluti af þessum hóp kvenna. „Svo voru geggjaðar stundir eins og upp í Grímsfjöllum þar sem við sátum úti og drukkum kakó. Það var svo flott útsýni til allra átta og milt og gott veður. Þetta eru stundir sem dýpka vináttuna alltaf. Það eru allir að upplifa það sama.“ Hópurinn safnaði áheitum fyrir Kraft og Líf, samhliða því að hvetja fólk til hreyfingar. Stofnaður var Facebook hópurinn Minn Lífskraftur. Þar hafa einstaklingar og hópar um allt land deilt sínum lífskrafti, hreyft sig og hvatt Snjódrífurnar áfram. Vilborg segist vera full þakklætis. „Til allra sem að hafa tekið þátt með okkur, í áheitunum og þeim sem eru búnir að vera að ganga. Það eru gönguhópar úti um allt land sem hafa verið að taka þátt með okkur.“ Fjölskyldumeðlimir tóku á móti Sirrý og Snjódrífunum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Einnig fulltrúar frá Líf og Krafti, félögunum sem hópurinn safnaði fyrir.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að hún hafi algjörlega fundið fyrir stuðningi og krafti frá öllum. Fram undan hjá henni er nú aðgerð og endurhæfing, þar sem hún er með slitið krossband. „Ég er flutt með annan fótinn út til Slóveníu þar sem maðurinn minn býr og strákarnir hans. Ég ætla því að vera þar.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26 Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vilborg Arna Gissurardóttir, pól- og Everestfari og annar leiðangursstjóra ferðarinnar, á afmæli í dag og var því auðvitað sungið hátt fyrir hana á vellinum. Hópurinn var þakklátur fyrir að vera kominn heim og ætla þær að hittast aftur seinna í dag, borða góðan mat og halda upp á að þessum stóra áfanga er lokið. „Ég held að þetta sé ein besta ferð sem ég hef farið í nokkurn tímann,“ sagði Vilborg Arna á Reykjavíkurflugvelli. „Það var eitthvað svo sérstök stemning. Markmið hópsins var svo skýrt, það var ekki hver og ein að koma á sínum persónulegu forsendum að ná sínum persónulegu markmiðum, heldur voru allir að koma inn í þetta verkefni saman. Það var enginn stærri en verkefnið sjá og það er svo fallegt. Allur hópurinn var í takt, það var mjög mikil samkennd og allar voru að hjálpast að. Það var bara alveg ótrúleg stemning.“ Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Afmælisbarnið Vilborg Arna var auðvitað með blöðrur.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að það sem hafi staðið upp úr í þessari ferð hafi verið hópurinn sjálfur, að fá að vera hluti af þessum hóp kvenna. „Svo voru geggjaðar stundir eins og upp í Grímsfjöllum þar sem við sátum úti og drukkum kakó. Það var svo flott útsýni til allra átta og milt og gott veður. Þetta eru stundir sem dýpka vináttuna alltaf. Það eru allir að upplifa það sama.“ Hópurinn safnaði áheitum fyrir Kraft og Líf, samhliða því að hvetja fólk til hreyfingar. Stofnaður var Facebook hópurinn Minn Lífskraftur. Þar hafa einstaklingar og hópar um allt land deilt sínum lífskrafti, hreyft sig og hvatt Snjódrífurnar áfram. Vilborg segist vera full þakklætis. „Til allra sem að hafa tekið þátt með okkur, í áheitunum og þeim sem eru búnir að vera að ganga. Það eru gönguhópar úti um allt land sem hafa verið að taka þátt með okkur.“ Fjölskyldumeðlimir tóku á móti Sirrý og Snjódrífunum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Einnig fulltrúar frá Líf og Krafti, félögunum sem hópurinn safnaði fyrir.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að hún hafi algjörlega fundið fyrir stuðningi og krafti frá öllum. Fram undan hjá henni er nú aðgerð og endurhæfing, þar sem hún er með slitið krossband. „Ég er flutt með annan fótinn út til Slóveníu þar sem maðurinn minn býr og strákarnir hans. Ég ætla því að vera þar.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26 Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02
Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26
Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11
Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“