Lífið

Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hópurinn flottur uppi á jökli
Hópurinn flottur uppi á jökli Mynd/Lífskraftur

Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. Samkvæmt síðustu upplýsingum sem fréttastofan fékk frá hópnum eru þær komnar um 105 kílómetra. Leiðangurinn í heild er um 150 kílómetrar svo nú er innan við þriðjungur eftir. Niðurtalning er því hafin.

Hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900

Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr.

Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr.

Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.

Soffía Sigurgeirsdóttir og Karen Kjartansdóttir eru í magnaða kvennahópnum sem nú þverar Vatnajökul.Myndir/Lífskraftur

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal sem Hulda Bjarnadóttir tók við þær Soffíu Sigurgeirsdóttur og Kareni Kjartansdóttur fyrir brottförina á Vatnajökul. Þar ræddu þær meðal annars um æfingarnar, undirbúninginn, kuldann og fleira í kringum svona stóra áskorun. Þetta er nefnilega ekkert sjálfgefið, að fara af stað í svona stórt verkefni. Þessar konur hafa ekki alltaf verið svona miklir naglar og leggja mikið á sig til þess að komast í svona ferð.

„Þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör kuldaskræfa, búin að vera algjör kuldaskræfa. Þetta er svo mikið í kollinum og að kynnast tilfinningunni í kringum kuldann,“ segir Karen.

Klippa: Lífskraftur - Soffía Sigurgeirsdóttir og Karen Kjartansdóttir

Tengdar fréttir

Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn

Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.