Vonast til að Rúmenarnir komi í október Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 12:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess að leika í EM-umspilinu. VÍSIR/GETTY Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00
Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00
Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti