Fótbolti

Arnór fékk ekki tæki­færi hjá Jon Dahl | Aron og fé­lagar niður­lægðir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís og Jón Dagur lögðu báðir upp mark í dag.
Aron Elís og Jón Dagur lögðu báðir upp mark í dag. vísir/getty

Arnór Ingi Traustason þurfti að sitja allan tímann á varamannabekknum er Malmö vann 2-0 sigur á Mjållby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Hinn íslensk ættaði John Dahl Tomasson tók við liði Malmö fyrir tímabilið og Arnór Ingvi kom ekki við sögu í fyrsta deildarleik hans en bæði mörkin gerði Daninn Anders Christiansen í síðari hálfleik.

Í Danmörku spilaði Aron Elís Þrándarson fyrri hálfleikinn er OB var niðurlægt af botnliðinu Silkeborg, 6-0. Fyrir leikinn höfðu Silkeborg unnið þrjá leiki af þeim 26 sem liðið hafði spilað.

Ögmundur Kristinsson fékk á sig þrjú mörk í síðari hálfleik er Larissa tapaði 3-0 fyrir Panetolikos í þriðja leiknum eftir kórónuveiruhléið. Larissa er í umspili um fall en liðið er þó tólf stigum frá fallsæti eins og sakir standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×