Erlent

Fjár­fram­lag Þýska­lands til Evrópu­sam­bandsins eykst um 42 prósent

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari.
Angela Merkel Þýskalandskanslari. EPA/HENNING SCHACHT

Fjárhagslegt framlag Þýskalands til Evrópusambandsins mun aukast um 42% prósent, eða 13 milljarða evra sem samsvarar um 1.983 milljarða íslenskra króna, árlega á næstu árum. Aukningin er samkvæmt tillögu sem lögð hefur verið fram í Evrópuþinginu.

Tillagan fjallar um það, samkvæmt fréttastofur Die Welt, að aðildarríki Evrópusambandsins muni greiða um 1,075 prósent vergrar landsframleiðslu sinnar (GDP) næstu sjö árin. Tillagan miðar við verga landsframleiðslu ríkjanna árið 2018 og þýðir það að löndin muni samtals greiða um 1,1 trilljón evra til Evrópusambandsins.

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í fjarfundarbúnaði á föstudag til að ræða fjárlög Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2021-2027 auk þess sem kórónuveirujöfnunarsjóður verður ræddur.


Tengdar fréttir

Varar við að ríkari aðildar­ríki ESB verði látin borga brúsann

Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokss Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin borga brúsann fyrir fátækari aðildarríkin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×