Danski Tobias á leiðinni til landsins: Bókaði um leið og Mette Frederiksen sagði „gó“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 14:16 Tobias Kabat kemur með síðdegisvél til Keflavíkurflugvallar á morgun. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“ Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“
Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira