Nýr Landsbanki sprottinn upp úr jörðinni Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2020 23:52 Frá byggingasvæðinu. Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið. Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið.
Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira