Innlent

Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans

Birgir Olgeirsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Hari
Settur saksóknari segir enga ákvörðun liggja fyrir um áfrýjun sýknudóms yfir manni sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá barnavernd Reykjavíkur. Var kveðinn upp dómur í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi.

Aðalmeðferð málsins fór fram í júní og var málið dómtekið í lok júní. Maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar og neitaði sök.

Guðrún Sveinsdóttir, settur saksóknari, sótti málið en hún segir í samtali við Vísi að verið sé að fara yfir málið enda dómur nýfallinn. Liggur því engin ákvörðun um áfrýjun fyrir að svo stöddu.

Stuðningsfulltrúinn starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Meint brot hans beindust ekki að börnum sem hann starfaði með heldur sem hann kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×