Innlent

Stuðningsfulltrúinn sýknaður

Birgir Olgeirsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/GVA
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun mann af ákæru um brot gegn fjórum börnum. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá barnavernd Reykjavíkur en verjandi hans staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið sýknaður. Greint var fyrst frá niðurstöðu dómsins á vef Ríkisútvarpsins.

Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi.

Aðalmeðferð málsins fór fram í júní og var málið dómtekið í lok júní. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar og neitaði sök.

Stuðningsfulltrúinn starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Meint brot hans beindust ekki að börnum sem hann starfaði með heldur sem hann kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×