Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 12:36 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira