Fótbolti

Ronaldo fyrirmynd eins okkar efnilegasta leikmanns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danijel Dejan Djuric hefur leikið 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað fjórtán mörk.
Danijel Dejan Djuric hefur leikið 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað fjórtán mörk. getty/Seb Daly

Danijel Dejan Djuric er einn af efnilegustu leikmönnum Íslands. Þessi sautján ára strákur er á mála hjá Midtjylland í Danmörku. Djaniel stefnir hátt og ætlar sér alla leið. Hans helsta átrúnaðargoð er Cristiano Ronaldo.

„Ég hef nokkrum sinnum fengið að æfa með aðalliðinu og vonandi fæ ég fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Danijel í samtali við Guðjón Guðmundsson sem hitti þennan efnilega strák á Kópavogsvelli.

Danijel æfir vel og leggur mikið á sig til að ná sínum markmiðum sem eru háleit.

„Það er mitt mottó, að æfa meira en hinir. Það er ekki nóg að hafa bara hæfileika. Maður verður að æfa og vilja ná markmiðunum,“ sagði Danijel. Að hans sögn eru aðstæður hjá Midtjylland frábærar.

„Umhverfið er eitt það besta í Evrópu. Það er mjög vel hugsað um okkur. Þetta er mjög góð akademía. Ég er mjög ánægður að hafa farið þangað.“

Danijel er mjög stórhuga og sagði Gaupa frá framtíðaráætlunum sínum. „Fyrst er það Danmörk, svo Þýskaland eða Ítalía og síðan enda ég á Englandi.“

Viðtal Gaupa við Danijel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: Vill verða eins og Ronaldo



Fleiri fréttir

Sjá meira


×