Fótbolti

Flestar deildir spila fyrir tómum á­horf­enda­pöllum en svona var stemningin á granna­slagnum í Bel­grad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var rosaleg stemning á bikarslagnum í gær.
Það var rosaleg stemning á bikarslagnum í gær. vísir/getty

Flestar deildir heims spila fyrir tómum áhorfendapöllum en það var ekki upp á teningnum í Belgrad í Serbíu í gær þegar grannarnir Partizan Belgrad og Crvena Zvezda, betur þekkt sem Rauða stjarnan, mættust í gær.

Áhorfendur voru leyfðir í fyrsta skipti síðan í mars er grannarnir mættust í undanúrslitum bikarsins í gær og áhorfendurnir voru ekki bara mættir heldu létu vel í sér heyra og rúmlega það.

Fótboltinn hefur rúllað í Serbíu síðan 29. maí og Daily Record greinir frá því að það hafi 25 þúsund manns verið mættir á grannaslaginn í gær.

Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir tæplega klukkutíma leik er Umar Sadiq skaut Partizan í úrslitaleikinn en nokkrar skemmtilegar myndir frá pöllunum í gær má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×