Fótbolti

Jón Dagur bjó til tvö mörk en komst ekki í bikarúrslit

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson kom að báðum mörkum AGF en fékk líka að líta gula spjaldið.
Jón Dagur Þorsteinsson kom að báðum mörkum AGF en fékk líka að líta gula spjaldið. VÍSIR/GETTY

Þrátt fyrir frábæra innkomu fyrir AGF í kvöld fær Jón Dagur Þorsteinsson ekki að spila til bikarúrslita í danska fótboltanum en lið hans úr leik í undanúrslitum eftir tap gegn AaB, 3-2.

Jón Dagur kom inn á við upphaf seinni hálfleiks en AaB var þá 1-0 yfir. Heimamenn komust í 3-0 snemma í seinni hálfleiknum en AGF minnkaði muninn á 77. mínútu, þegar Bror Blume skoraði en Jón Dagur átti stóran þátt í markinu með laglegri sendingu í aðdragandanum.

Þegar komið var fram á 90. mínútu lagði Jón Dagur svo upp annað mark, fyrir Nicklas Helenius. Mikil spenna var í uppbótartímanum og Jón Dagur fékk líkt og fleiri leikmenn að líta gula spjaldið þegar upp úr sauð í kjölfar tæklingar, en fleiri mörk voru ekki skoruð.

Það verða því AaB og SönderjyskE sem leika til úrslita í keppninni. Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru leikmenn SönderjyskE, sem vann Horsens fyrr í kvöld.


Tengdar fréttir

Eggert og Ísak einum sigri frá fyrsta titli

SönderjyskE, lið Eggerts Gunnþórs Jónssonar og Ísaks Óla Ólafssonar, er komið í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í fótbolta í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Horsens í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×