Erlent

Hundruð sögð látin vegna kórónuveirunnar í Jemen

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Læknar og mannréttindabaráttufólk í Jemen telja líklegt að hundruð hafi látist á síðustu dögum í landinu af völdum kórónuveirunnar. 

Borgarastyrjöldin sem geisar í Jemen gerir það að verkum að nærri ómögulegt er að skima fyrir veirunni og enn erfiðara að veita smituðum aðhlynningu. 

Þá eru yfirvöld í landinu, bæði hin alþjóðlega viðurkennda ríkisstjórn og Hútar, uppreisnarhreyfing landsins, sögð reyna að fela faraldurinn til að fegra ímynd sína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.