Þungur og erfiður fundur í Karphúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 18:09 Á Landspítala starfa 1.445 hjúkrunarfræðingar í alls 1.067 stöðugildum. vísir/vilhelm Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar að svo stöddu. „Það hefur verið mjög gott samstarf milli samninganefnda og unnið úr og með álitaefni. En þetta eru þungar og erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði ótímabundið verkfall á föstudag eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um málið. Alls greiddu 85,5% félagsmanna með verkfallsaðgerðunum en 82,2 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. Ef ekki tekst að semja fyrir boðað verkfall hefst það klukkan átta að morgni 22. júní. Enn ber mikið í milli, sérstaklega hvað varðar launaliðinn og hjúkrunarfræðingar gera kröfu um hækkun launa. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við RÚV að áfram miði í viðræðum á meðan enn sé fundað. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um fundinn. Þá sagði hann fyrir helgi að ríkið hefði teygt sig eins langt og kostur væri til að koma til móts við kröfur hjúkrunarfræðinga. Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók undir það og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira