Innlent

Verkfall hjúkrunarfræðinga myndi raska sýnatökum

Sylvía Hall skrifar
Alma D. Möller segir heilbrigðiskerfið ekki vera rekið án hjúkrunarfræðinga. Það sé mikilvægt að samningar náist.
Alma D. Möller segir heilbrigðiskerfið ekki vera rekið án hjúkrunarfræðinga. Það sé mikilvægt að samningar náist. Vísir/vilhelm

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mættu til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fundinn í deilunni eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti að boða til verkfallsaðgerða.

Á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag sagðist hún vona að það kæmi ekki til verkfalls og að samningar myndu nást fljótlega. Alma D. Möller landlæknir tók í sama streng og sagði yfirvofandi verkfall vera ógn við heilbrigðiskerfið og að það yrði ekki rekið án hjúkrunarfræðinga.

Þær segja ábyrgð samninganefndanna vera mikla og biðluðu til aðila að ná samningum.

Eftir eina viku mun hefjast skimun á Keflavíkurflugvelli og munu allir þeir farþegar sem koma hingað til lands þurfa í sýnatöku eða fara í tveggja vikna sóttkví. Telur landlæknir ljóst að hjúkrunarfræðinga sé þörf við sýnatökuna og því myndi verkfall valda einhverri röskun á fyrirkomulaginu.

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hefjast þann 22. júní, náist samningar ekki. Um er að ræða ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins.


Tengdar fréttir

Án samninga og réttinda en samt í framlínu

Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram.

Hjúkrunar­fræðingar sam­þykkja verk­falls­að­gerðir

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×