Innlent

Lektorar og fyrrverandi þingmaður vilja í Héraðsdóm Reykjaness

Andri Eysteinsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Fjórtán sóttu um laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness en skipað verður í embættið frá og með 31. ágúst 2020. Staðan var auglýst 24. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 11. maí.

Á meðal umsækjenda eru lektor við lagadeild HR, aðstoðarmenn dómara, aðstoðarsaksóknari og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.

Umsækjendur um embættið eru:

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður

Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður héraðsdómara

Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður

Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor

Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður

Höskuldur Þórhallsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins

Ingi Tryggvason, lögmaður

Ingólfur Vignir Guðmundsson, lögmaður

Ólafur Egill Jónsson, aðstoðarmaður héraðsdómara

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor

Sigurður Jónsson, lögmaður

Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara

Súsanna Björg Fróðadóttir, aðstoðarsaksóknari

Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður

Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði og skipa átta dómarar dóminn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×