Innlent

Svona var blaða­manna­fundur for­sætis­ráð­herra og þrí­eykisins

Sylvía Hall skrifar
Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Frikki

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. Til umræðu verða breytingar á reglum um komu ferðamanna til landsins.

Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum verða einnig viðstödd og munu sitja fyrir svörum.

Þann 15. júní næstkomandi munu breyttar reglur taka gildi um komu ferðamanna til landsins. Allir sem koma hingað til lands munu þurfa að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli eða fara í tveggja vikna sóttkví, kjósi þeir að sleppa skimun. Sýnatakan verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun kosta 15 þúsund krónur frá og með 1. júlí.

Þá munu börn fædd árið 2005 og seinna ekki þurfa að fara í skimun.

Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum í heild sinni ásamt textalýsingu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.