Lífið

Stjörnulífið: Gæsun og almenn gleði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumarið er að fara vel af stað á samfélagsmiðlum. 
Sumarið er að fara vel af stað á samfélagsmiðlum. 

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Um helgina héldu Íslendingar áfram að ferðast innanlands og var veðrið ekki að skemma fyrir á stórum hluta landsins. 

Eins og Vísir greindi frá í gær hélt Egill Einarsson upp á fertugsafmæli sitt á Sjálandi á laugardagskvöldið. Þar voru helstu stjörnur landsins mættar saman og skemmtu sér. 

Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var gæsuð um helgina en hún trúlofaðist fréttamanninum Einari Þorsteinssyni á dögunum.

 Dansdrottningin Ástrós Traustadóttir birti fallega sumarmynd.

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius skelltu sér í Seljavallalaug og nutu lífsins. 

 Steindi var valinn sjónvarpsstjarna ársins á Sögur- verðlaunahátíð og var hann heldur betur sáttur. 

Parið Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson mættu í brúðkaup hjá systur Hafþórs en Kelsey er barnshafandi og á von á þeirra fyrsta barni saman. 

Stjörnulögfræðingurinn Vilhjálmar Hans Vilhjálmsson skellti sér út á lífið á laugardagskvöldið og mætti meðal annars í afmæli Egils Einarssonar. 

  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur áfram að ferðast innanlands. 

 Áhrifavaldurinn Sunneva Einars naut sín í sólinni og sýndi einnig myndir úr skvísuferðinni frægu.

 Leikarinn Aron Már Ólafsson skellti sér út á land og skemmti sér augljóslega vel. 

 Sölvi Tryggva hafði planað að vera á ferðlagi um heiminn á þessum tíma en er þess í stað að njóta íslenskrar náttúru. 

Eva Laufey Kjaran ætlar sér að ferðast um landið í sumar með fjölskyldunni.

Arnór Pálmi leikstjóri Eurogarðsins sem fer í sýningu á Stöð 2 í haust birti skemmtilegar myndir frá tökum í Húsdýragarðinum. 

 Jón Jónsson birti fallega fjölskyldumynd þegar haldið var upp á sjö ára afmæli frumburðarins. 

Björn Bragi var einnig í afmæli Egils á laugardagskvöldið og henti hann í eina rándýra hópamynd. 

View this post on Instagram

Landslið ógæfumanna #skyri50

A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on

Tónlistarkonan Svala Björgvins fór í myndatöku. 

 Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson héldu skemmtilegt matarboð. 

„Þvílíkir dásemdarvinir! Hýrasti hópur í heimi,“ skrifaði hann við hópmyndina. 

 Eiður Smári fór í ísrúnt með dóttur sinni.

 Starfsfólk RÚV skemmti sér vel í grillpartýi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×