Aron Elís skoraði og gaf stoðsendingu | Jón Dagur lagði einnig upp mark Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 16:54 Aron Elís og Jón Dagur lögðu báðir upp mark í dag. vísir/getty Íslendingarnir gerðu margir hverjir góða hluti í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í dag en deildinni verður nú skipt upp í þrjá hluta; úrslitakeppni og svo tvo fallbaráttu-riðla. Aron Elís Þrándarson skoraði eitt og lagði upp annað er OB vann 3-1 sigur á Esbjerg. Hann lagði upp fyrsta markið á 23. mínútu og skoraði þriðja markið á 44. mínútu með laglegu skoti. OB endar í 9. sæti deildarkeppninnar og eru því á leið í fallriðlanna en þeir eru afar langt frá fallinu. Vinni þeir hins vegar riðil sinn, gætu þeir komist í umspil um Evrópusæti. Aron spilaði allan leikinn. 45 3-0Vi skylder en GIF fra Arons mål. Den kommer nu #stribetforlivet #obdk #obefb pic.twitter.com/gkepzdpzAI— Odense Boldklub LIVE (@OdenseBK_LIVE) June 7, 2020 Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrsta mark AGF er liðið vann 3-2 sigur á Álaborg en AGF endar í 3. sæti deildarkeppninnar. Jón Dagur spilaði fyrsta klukkutímann fyrir Árósar-liðið. Vi fører i Aalborg som 2. halvleg er ved at gå i gang KSDH! #aabagf #ksdh pic.twitter.com/gcPRuqv8iD— AGF (@AGFFodbold) June 7, 2020 Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn er topplið Midtjylland vann 1-0 sigur á Nordsjælland á útivelli og hélt níu stiga forskoti á FCK sem vann Randers 2-1 á heimavelli. Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby töpuðu 3-2 fyrir Horsens á útivelli. Bröndby endar í 4. sæti deildakeppninnar og fer því í úrslitakeppni sex efstu liðanna. Eggert Gunnþór Jónsson spilaði í 80 mínútur er SönderjyskE gerði 2-2 jafntefli við Silkeborg. SönderjyskE er með 27 stig í 11. sætinu og á enn tölfræðilegan möguleika á því að falla úr deildinni er farið er inn í riðlana tvo. Öll úrslit dagsins: AaB - AGF 2-3 FCK - Randers 2-1 Hobro - Lyngby 1-2 Horsens - Bröndby 3-2 Nordsjælland - Midtjylland 0-1 Odense - Esbjerg 3-1 SönderjyskE - Silkeborg 2-2 Danski boltinn Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Íslendingarnir gerðu margir hverjir góða hluti í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í dag en deildinni verður nú skipt upp í þrjá hluta; úrslitakeppni og svo tvo fallbaráttu-riðla. Aron Elís Þrándarson skoraði eitt og lagði upp annað er OB vann 3-1 sigur á Esbjerg. Hann lagði upp fyrsta markið á 23. mínútu og skoraði þriðja markið á 44. mínútu með laglegu skoti. OB endar í 9. sæti deildarkeppninnar og eru því á leið í fallriðlanna en þeir eru afar langt frá fallinu. Vinni þeir hins vegar riðil sinn, gætu þeir komist í umspil um Evrópusæti. Aron spilaði allan leikinn. 45 3-0Vi skylder en GIF fra Arons mål. Den kommer nu #stribetforlivet #obdk #obefb pic.twitter.com/gkepzdpzAI— Odense Boldklub LIVE (@OdenseBK_LIVE) June 7, 2020 Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrsta mark AGF er liðið vann 3-2 sigur á Álaborg en AGF endar í 3. sæti deildarkeppninnar. Jón Dagur spilaði fyrsta klukkutímann fyrir Árósar-liðið. Vi fører i Aalborg som 2. halvleg er ved at gå i gang KSDH! #aabagf #ksdh pic.twitter.com/gcPRuqv8iD— AGF (@AGFFodbold) June 7, 2020 Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn er topplið Midtjylland vann 1-0 sigur á Nordsjælland á útivelli og hélt níu stiga forskoti á FCK sem vann Randers 2-1 á heimavelli. Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby töpuðu 3-2 fyrir Horsens á útivelli. Bröndby endar í 4. sæti deildakeppninnar og fer því í úrslitakeppni sex efstu liðanna. Eggert Gunnþór Jónsson spilaði í 80 mínútur er SönderjyskE gerði 2-2 jafntefli við Silkeborg. SönderjyskE er með 27 stig í 11. sætinu og á enn tölfræðilegan möguleika á því að falla úr deildinni er farið er inn í riðlana tvo. Öll úrslit dagsins: AaB - AGF 2-3 FCK - Randers 2-1 Hobro - Lyngby 1-2 Horsens - Bröndby 3-2 Nordsjælland - Midtjylland 0-1 Odense - Esbjerg 3-1 SönderjyskE - Silkeborg 2-2
Danski boltinn Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira