Erlent

Þúsundir mótmæla í Washington

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmælendur í Washington í dag.
Mótmælendur í Washington í dag. Ap/Alex Brandon

Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum.

Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð.

Í Washington hafa yfirvöld búið sig undir að mikill fjöldi mótmælenda komi saman í dag, laugardag, til þess að halda mótmælunum áfram. Á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni.

Horfa má á beina útsendingu NBC News af mótmælum víða um Bandaríkin hér fyrir neðan.

Á sama tíma greinir Reuters frá því að snemma í morgun að bandarískum tóíma hafi nokkur hundruð hermönnum verið skutlað í sex rútum á lóð Hvíta hússins, væntanlega til þess að tryggja öryggi þess Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Á vef CNN má einnig sjá kort af því hvernig víggirðingar í kringum Hvíta húsið hafa náð yfir stærra svæði á undanförnum dögum.

Búist er við að meginþungi mótmælanna verði við Hvíta húsið þar sem talið er að hópar muni safnast saman eftir því sem líður á daginn.

Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafa sambærileg mótmæli farið fram víða um Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.