Innlent

Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hópurinn kraftmikli
Hópurinn kraftmikli Vísir/Einar.

Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. Hún leggur í leiðangurinn ásamt hópi kvenna sem kalla sig Snjódrífurnar en þær ætla að láta gott af sér leiða í leiðinni.

Markmiðið með átaksverkefninu Lífskrafti er að safna áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Snjódrífurnar sem standa að verkefninu leggja af stað í 150 kílómetra langa göngu sína yfir Vatnajökul á morgun en fréttastofa náði tali af hluta hópsins áður en lagt var af stað úr bænum í dag.

Hópurinn samanstendur af ellefu konum en leiðangursstjórar eru engar aðrar en Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður.

Nánar er rætt við Sirrý í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.