Umfjöllun: Álftanes - Fram 0-4 | Vandræðalaust hjá Fram á Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 19:14 Lengjudeildarlið Fram lenti ekki í miklum vandræðum á Álftanesi í dag. vísir/haraldur Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum.
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira