Innlent

Skjálftavirkni við Hveragerði

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Hveragerði þar sem fjórir skjálftar hafa mælst í dag.
Frá Hveragerði þar sem fjórir skjálftar hafa mælst í dag. Vísir/Vilhelm

Mælar Veðurstofunnar hafa numið fjóra jarðskjálfta með upptök skammt norð-austur af Hveragerði það sem af er degi.

Skjálftahrinan hófst klukkan 9:16 í morgun þegar skjálfti af stærðinni 1,7 reið yfir en upptök hans voru að finna á 3,7 kílómetra dýpi 1,6 kílómetra norð-austur af Hveragerði. Ellefu mínútum síðar fannst annar skjálfti sem átti upptök sín á svipuðum slóðum en sá mældist ögn stærri eða 1,8.

Tveir minni skjálftar hafa síðan mælst á svæðinu en klukkan 10:33 mældist skjálfti 0,7 og tæpri klukkustund síðar mældist skjálfti 0,5 að stærð.

Líkt og raunin hefur verið undanfarna mánuði hefur mest skjálftavirkni mælst í nágrenni við fjallið Þorbjörn við Grindavík en skjálftar af stærðunum 1,6 og 1,9 hafa mælst á þeim slóðum í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.