Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Lögreglunni á Norðurlandi Vestra hefur borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um deilur útskriftarnemenda í Menntaskólanum á Akureyri við ferðaskrifstofuna Tripical sem neitar að endurgreiða útskriftarferð. Lögmaður hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum og foreldri sem rætt er við í fréttatímanum segir til greina komi að höfða dómsmál.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað almennt um stöðu ferðaskrifstofa á Íslandi. Ráðherra ferðamála segir engin sérúrræði fyrir fyrirtækin á borðinu. Haldið verður áfram að fjalla um flugskýli í Skerjafirði sem borgin vill rífa en höfundur Flugsögu Íslands segir skýlið með merkustu flugminjum Íslands og vill skyndifriðun.

Við verðum einnig í miðborginni þar sem göngugötur opnuðu í dag og hjólabrettagarður var tekinn í notkun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.