Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 22:08 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/vilhelm Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. Breyta þurfi umferðarmenningu landsins. Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu urðu nýverið varanlegar göngugötur. Vegna nýrra umferðarlaga er borgaryfirvöldum þó ekki heimilt að loka beint fyrir umferð niður göturnar líkt og gert hefur verið síðustu ár með þar til gerðum hliðum. Göngugötumerkingum hefur þess í stað verið komið upp en mjög hefur borið á því að ökumenn virði skiltin að vettugi og beinlínis streymi niður göngugöturnar á bílum sínum, líkt og lögfræðingurinn Pétur Marteinn Urbancic skrásetti vandlega á samfélagsmiðlum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags og samgönguráðs Reykjavíkurborgar ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði að borgin hefði lagst gegn þessum nýju umferðarlögum en í þeim felst að ökumenn með „P-merkta“ bíla geti keyrt göngugöturnar. Um aðgengismál er að ræða. Sigurborg sagði jafnframt að minnisblað hefði verið lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs í dag þar sem lögunum væri mótmælt. Þau ynnu í raun gegn aðgengi hreyfihamlaðra að götunum. Þess í stað væri betra að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða í hliðargötum við til dæmis Laugaveg og bæta aðgengi að sléttu yfirborði og römpum inn í verslanir og aðra þjónustu. Sigurborg tók fálega í tillögu þess efnis að ef til vill ætti að stækka göngugötumerkingarnar, svo ökumönnum yrði betur ljóst að akstur eftir götunum væri bannaður. „Ég veit ekki alveg. Það yrði þá held ég eitthvað hræðilega ljótt skilti á göngugötunni af því að ökumenn hafa ekki augun hjá sér. Þetta er bara stærð á skilti eins og gengur og gerist. Þetta er ekkert öðruvísi skilti. Ég held að þetta snúist bara um að taka tillit til hvers annars og sleppa allri meðvirkni með einkabílnum. Hann á bara ekkert erindi á þessa götu. Og þessu þarf bara að breyta,“ sagði Sigurborg. „Það mun að sjálfsögðu lagast að einhverju leyti þegar við bætum þarna hellulögn og gróður á svæðinu, ég held að það sé engin spurning. En það er líka bara einhver menning hér á þessu landi þar sem ökumenn stundum telja sig hafa allan heimsins rétt og keyra á ótrúlegustu stöðum. Þessu þarf að breyta.“ Viðtalið við Sigurborgu í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Samgöngur Skipulag Reykjavík Göngugötur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar. 3. júní 2020 06:26 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið.“ 31. maí 2020 15:35 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. Breyta þurfi umferðarmenningu landsins. Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu urðu nýverið varanlegar göngugötur. Vegna nýrra umferðarlaga er borgaryfirvöldum þó ekki heimilt að loka beint fyrir umferð niður göturnar líkt og gert hefur verið síðustu ár með þar til gerðum hliðum. Göngugötumerkingum hefur þess í stað verið komið upp en mjög hefur borið á því að ökumenn virði skiltin að vettugi og beinlínis streymi niður göngugöturnar á bílum sínum, líkt og lögfræðingurinn Pétur Marteinn Urbancic skrásetti vandlega á samfélagsmiðlum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags og samgönguráðs Reykjavíkurborgar ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði að borgin hefði lagst gegn þessum nýju umferðarlögum en í þeim felst að ökumenn með „P-merkta“ bíla geti keyrt göngugöturnar. Um aðgengismál er að ræða. Sigurborg sagði jafnframt að minnisblað hefði verið lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs í dag þar sem lögunum væri mótmælt. Þau ynnu í raun gegn aðgengi hreyfihamlaðra að götunum. Þess í stað væri betra að fjölga stæðum fyrir hreyfihamlaða í hliðargötum við til dæmis Laugaveg og bæta aðgengi að sléttu yfirborði og römpum inn í verslanir og aðra þjónustu. Sigurborg tók fálega í tillögu þess efnis að ef til vill ætti að stækka göngugötumerkingarnar, svo ökumönnum yrði betur ljóst að akstur eftir götunum væri bannaður. „Ég veit ekki alveg. Það yrði þá held ég eitthvað hræðilega ljótt skilti á göngugötunni af því að ökumenn hafa ekki augun hjá sér. Þetta er bara stærð á skilti eins og gengur og gerist. Þetta er ekkert öðruvísi skilti. Ég held að þetta snúist bara um að taka tillit til hvers annars og sleppa allri meðvirkni með einkabílnum. Hann á bara ekkert erindi á þessa götu. Og þessu þarf bara að breyta,“ sagði Sigurborg. „Það mun að sjálfsögðu lagast að einhverju leyti þegar við bætum þarna hellulögn og gróður á svæðinu, ég held að það sé engin spurning. En það er líka bara einhver menning hér á þessu landi þar sem ökumenn stundum telja sig hafa allan heimsins rétt og keyra á ótrúlegustu stöðum. Þessu þarf að breyta.“ Viðtalið við Sigurborgu í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Göngugötur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar. 3. júní 2020 06:26 Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09 Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið.“ 31. maí 2020 15:35 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
„Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Pétur M. Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn er göngugata í allt sumar. 3. júní 2020 06:26
Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. 27. maí 2020 16:09
Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið.“ 31. maí 2020 15:35