„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 19:06 Dori Levett Baldvinsson og Derek T. Allan, tveir af skipuleggjendum samstöðufundarins. Mynd/Vísir Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar. Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar.
Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira