Var hvíslað að hetjunni frá Istanbúl að kýla Benitez í andlitið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 22:00 Dudek sér við Andriy Shevchenko í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005. vísir/epa Jerzy Dudek, ein af hetjum Liverpool frá sigrinum magnaða í Meistaradeildinni 2005, segir að hann hafi viljað kýla Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, í andlitið þegar Benitez ákvað að kaupa Pepe Reina til félagsins. Dudek var magnaður í vítaspyrnukeppninni gegn AC Milan í úrslitaleiknum undir lok tímabilsins 2004/2005 en Benitez ákvað að sækja Pepe Reina um sumarið. Dudek var ekki ánægður með það. „Pepe var frábær gaur en Rafa keypti nýjan leikmann á augnabliki sem mér fannst ég vera ná hátindi ferilsins. Ég sagði við Rafa að HM væri handan við hornið og ég þarf að spila fótbolta,“ sagði Dudek í samtali við FourFourTwo. „Köln voru áhugasamir en nokkrum dögum áður en glugginn lokaði, hringdu þeir og spurðu afhverju Rafa væri ekki að svara. Ég var hissa því ég hélt að allt væri klárt. Næsta dag þá stormaði ég til hans á æfingu og hann sagði: Þeir buðust bara til að fá þig á láni og þú ert of mikilvægur fyrir okkur.“ 'Then I had this crazy thought - "I'll punch him in the face!"'Jerzy Dudek reveals moment an 'evil whisper' in his head told him to hit Rafa Benitezhttps://t.co/rLzA08n9JE— MailOnline Sport (@MailSport) June 3, 2020 „Þeir vildu gefa okkur 800 þúsund pund en hvað gerist ef Reina meiðist? Ég get ekki sett 800 þúsund í ferðatösku og sett á milli stanganna, sagði Benitez. Þá fékk ég þessa sturluðu hugmynd: Ég held ég kýli hann í andlitið. Það var einhver vondur sem hvíslaði því að mér að ef ég myndi kýla Rafa, þá fengi ég að fara til Köln.“ Dudek sér þó ekki eftir tíma sínum hjá félaginu og var mættur til Madrídar þar sem hann sá liðið vinna Meistaradeildina á nýjan leik síðasta sumar. „Þegar ég lít til baka þá ber ég enn meiri virðingu fyrir því að spila fyrir þetta magnaða félag. Á síðasta ári fór ég til Madrid með syni mínum og horfði á Liverpool vinna Meistaradeildina. Sem leikmaður, þá skildi ég aldrei afhverju stuðningsmennirnir voru grátandi eftir stóra sigra, en þegar ég sá leikmennina hlaupa um með bikarinn í höndum þá var ég með tárin í augunum.“ Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Jerzy Dudek, ein af hetjum Liverpool frá sigrinum magnaða í Meistaradeildinni 2005, segir að hann hafi viljað kýla Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, í andlitið þegar Benitez ákvað að kaupa Pepe Reina til félagsins. Dudek var magnaður í vítaspyrnukeppninni gegn AC Milan í úrslitaleiknum undir lok tímabilsins 2004/2005 en Benitez ákvað að sækja Pepe Reina um sumarið. Dudek var ekki ánægður með það. „Pepe var frábær gaur en Rafa keypti nýjan leikmann á augnabliki sem mér fannst ég vera ná hátindi ferilsins. Ég sagði við Rafa að HM væri handan við hornið og ég þarf að spila fótbolta,“ sagði Dudek í samtali við FourFourTwo. „Köln voru áhugasamir en nokkrum dögum áður en glugginn lokaði, hringdu þeir og spurðu afhverju Rafa væri ekki að svara. Ég var hissa því ég hélt að allt væri klárt. Næsta dag þá stormaði ég til hans á æfingu og hann sagði: Þeir buðust bara til að fá þig á láni og þú ert of mikilvægur fyrir okkur.“ 'Then I had this crazy thought - "I'll punch him in the face!"'Jerzy Dudek reveals moment an 'evil whisper' in his head told him to hit Rafa Benitezhttps://t.co/rLzA08n9JE— MailOnline Sport (@MailSport) June 3, 2020 „Þeir vildu gefa okkur 800 þúsund pund en hvað gerist ef Reina meiðist? Ég get ekki sett 800 þúsund í ferðatösku og sett á milli stanganna, sagði Benitez. Þá fékk ég þessa sturluðu hugmynd: Ég held ég kýli hann í andlitið. Það var einhver vondur sem hvíslaði því að mér að ef ég myndi kýla Rafa, þá fengi ég að fara til Köln.“ Dudek sér þó ekki eftir tíma sínum hjá félaginu og var mættur til Madrídar þar sem hann sá liðið vinna Meistaradeildina á nýjan leik síðasta sumar. „Þegar ég lít til baka þá ber ég enn meiri virðingu fyrir því að spila fyrir þetta magnaða félag. Á síðasta ári fór ég til Madrid með syni mínum og horfði á Liverpool vinna Meistaradeildina. Sem leikmaður, þá skildi ég aldrei afhverju stuðningsmennirnir voru grátandi eftir stóra sigra, en þegar ég sá leikmennina hlaupa um með bikarinn í höndum þá var ég með tárin í augunum.“
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira