10 dagar í Pepsi Max: Guðjón Pétur og Arnór eru aukaspyrnukóngarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 12:00 Guðjón Pétur Lýðsson er til hægri en til vinstri er úrklippa úr Frjálsi verslun í júlí 1998 þar sem er rétt um fjárfestingu Valsmanna að semja við Arnór Guðjohnsen. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira