Segja Mongús algjörlega breyttan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 20:00 Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði. Dýr Hveragerði Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði.
Dýr Hveragerði Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira