Fótbolti

Systir Gattu­so og starfs­maður AC Milan látin 37 ára að aldri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gattuso á æfingu Napoli á dögunum.
Gattuso á æfingu Napoli á dögunum. vísir/getty

Francesca Gattuso, starfsmaður AC Milan og systir goðsagnarinnar hjá félaginu Gennaro Gattuso, er látin 37 ára að aldri.

Hún hafði glímt við veikindi síðan í febrúar og hafði legið á gjörsæslu en AC Milan staðfesti að hún hafi látist á dögunum eftir baráttuna við veikindin.

„Francesca Gattuso barðist við veikindin af sama styrk og krafti sem hún kom með til Milanelo og AC Milan á hverjum degi,“ segir í tísti frá félaginu í gær.

Hún hafði dvalið á Busto Arsizio sjúkrahúsinu sem er rétt fyrir utan Milan frá því í febrúarmánuði en Gattuso frétti af veikindum systur sinnar skömmu eftir leik Napoli gegn Sampdoria í sama mánuði. Gattuso stýrir liði Napoli.

Hann fékk svo fréttirnar að systir hans væri látinn er hann var á æfingasvæðinu með lið sitt og að undirbúa það fyrir ítölsku deildina sem hefst á ný síðar í þessum mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.