Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 16:37 Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Einar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera. Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningarviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir frá því í mars 2019. Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu hjá Ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Fundinum er nú lokið án niðurstöðu og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Mikillar óánægju hefur gætt meðal hjúkrunarfræðinga vegna stöðunnar og mikið hefur mætt á stéttinni í kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um landið undanfarna mánuði. Rafræn atkvæðagreiðsla hefst klukkan 20 í dag, þriðjudaginn 2. júní, og mun henni ljúka föstudaginn 5. júní klukkan 12 á hádegi. Rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðingar starfa hjá ríkinu og má vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi á föstudag. Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem stefnt er á að hefjist klukkan 8:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu og náist samningar ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í tilkynningu frá Fíh að komi til verkfalls muni það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera.
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37 Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20
Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20. maí 2020 16:37
Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. 30. apríl 2020 15:42