Innlent

Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun kynna aðgerðaráætlun um grænt plan á borgarstjórnarfundi klukkan 14 í dag. 
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun kynna aðgerðaráætlun um grænt plan á borgarstjórnarfundi klukkan 14 í dag.  Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi klukkan 14 í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar.

Um er að ræða viðspyrnu og efnahagsáætlun sem mun gilda fyrir framkvæmdir, fjárfestingu og atvinnusköpun.

„Græna planið er leiðin út úr núverandi stöðu sem einkennist auðvitað af afleiðingum kórónuveirunnar. En við sjáum þetta allt í senn sem efnahagslegt plan. Þetta er plan um um nýsköpun i atvinnulifi en síðast en ekki síst er þetta plan sem á að tryggja að allar aðgerðir okkar, fjárfestingar og forgangsröðun fari í græna átt. Í þágu loftslagsmála, loftgæða og lífsgæða þeirra sem búa og vinna í borginni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

Ráðhúsið í Reykjavík.

Dagur segir að á tímum kórónuveirunnar hafi verið mikið ákall um að valin væri græn leið úr efnahagsástandinu.

„Já mjög mikið og ekki bara hér heldur víða og borgir hafa einsett sér að vera í fararbroddi og það ætlar Reykjavík sannarlega að vera,“ sagði Dagur.

Aðspurður hvort aðgerðin verði kostnaðarsöm segir Dagur leiðina hagkvæma til lengri tíma litið.

„Við þurfum að fjárfesta núna og þá er að tryggja að þær fjarfestingar verði í grænum lausnum. Í samgöngumálum og öðrum innviðum og svo framvegis. Það er til þess að efla atvinnulífið og við teljum að þegar til lengri tíma til litið séu grænar lausnir þær sem eru farsælastar, hagkvæmastar og skynsamlegastar. Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir bornin okkar,“ sagði Dagur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.