Innlent

Skjálfti 2,8 að stærð á Reykja­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjanesviti. Skjálftinn í nótt varð vestsuðvestur af Reykjanestá.
Reykjanesviti. Skjálftinn í nótt varð vestsuðvestur af Reykjanestá. Vísir/Vilhelm

Skjálfti 2,8 að stærð varð um vestsuðvestur af Reykjanestá klukkan 2:03 í nótt.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Óvissustig vegna landriss við fjallið Þorbjörn er enn í gildi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þann 30. maí síðastliðinn jókst jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur á ný og voru staðsettir um 300 skjálftar þann dag, sá stærsti mældist 2,7.

„Einnig var skjálfti af stærð 2,5 aðfaranótt 31. maí sem fannst í Grindavík. Heldur hafði dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu vikur en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku (20.-27. maí).

Samkvæmt nýjum gögnum (frá 26.5.20) eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn, þó hægt sé. Meiri gögn þarf til að fullyrða frekar um núverandi ferli og þær hættur sem því fylgja,“ segir á vef Veðurstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.