Erlent

Norður-Kórea opnar skóla á ný

Sylvía Hall skrifar
Frá Pyongyang.
Frá Pyongyang. Vísir/Getty

Skólar í Norður-Kóreu verða opnaðir aftur í mánuðinum eftir að skólahaldi var frestað í apríl af ótta við kórónuveirufaraldur. Ekkert smit hefur verið staðfest í landinu en gripið hefur verið til ýmissa aðgerða til þess að koma í veg fyrir faraldur.

Á vef AFP kemur fram að landamærum landsins hafi verið lokað og þúsundir settir í einangrun þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst á heimsvísu. Upphaflega átti ný önn að hefjast í skólum landsins í byrjun apríl en skólahaldi var frestað.

Einhverjir háskólar og menntaskólar fengu að hefja kennslu um miðjan apríl en allir skólar munu opna nú í júní. Þá hefur verið útfært hvernig skólahaldi á leikskólastigi verður háttað og verður hreinlætis gætt til hins ítrasta.

Þá kemur jafnframt fram í frétt AFP að ólíklegt sé að ekkert tilfelli hafi komið upp í Norður-Kóreu í ljósi þess að veiran átti upptök sín í Kína. Þá hefði heilbrigðiskerfið þar í landi að öllum líkindum átt í erfiðleikum með að bregðast við raunverulegum faraldri, en það er sagt vera að hruni komið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.