Segir að enska knattspyrnusambandið eigi að skammast sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 16:15 Úr leik Manchester City og Chelsea á tímabilinu. Getty/Vísir Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira
Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira
Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00
„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00